endurm.vetur18

Endurmenntun atvinnubílstjóra í desember

Nú hafa verið sett niður sex námskeið fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra fyrstu þrjár helgarnar í desember eða laugardaginn 1.des, 8.des og 15.des. Hægt er að skrá sig á námskeiðin með því að smella á slóðina hér fyrir neðan. Námskeiðin byrja svo aftur í byrjun janúar 2019 og verða auglýst fljótlega hér á vefnum. -Fara á skráningarsíðu-

Continue Reading
endurm.haust.18

Endurmenntun atvinnubílstjóra / námskeið – haust 2018

Ökuskólinn í Mjódd hefur nú auglýst námskeið í endurmenntun atvinnubílstjóra og stendur skráning yfir á þau námskeið. Námskeiðin hafa verið sett á laugardaga og sunnudaga í ágúst og september. Ökuskólinn í Mjódd áskilur sér rétt til að fella niður auglýst námskeið náist ekki næg þátttaka. Fyrirtæki geta óskað eftir sérnámskeiðum fyrir hópa. -Fara á skráningarsíðu-

Continue Reading

Afleysingamenn leigubílstjóra/harkarar

Með vísan til laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar gengst Samgöngustofa fyrir námskeiði fyrir afleysingamenn leigubifreiðastjóra/harkara í Ökuskólanum í Mjódd. Þátttaka tilkynnist til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300. Nemendur þurfa að hafa klárað B/far – Leigubílaréttindi eða D, D1, til að meiga sitja námskeiðið. Næstu námskeið verða haldin á haustmánuðum.

Continue Reading

Leyfishafar leigubifreiða

Með vísan til laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar gengst Samgöngustofa fyrir námskeiði vegna Leyfishafa Leigubifreiðastjóra/atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs í Ökuskólanum í Mjódd. Þátttaka á námskeið tilkynnist til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300. Næsta námskeið verður haldið með haustinu.

Continue Reading

Greiðsla námskeiðsgjalda

Frá og með 1. ágúst 2014 var tekið upp það vinnulag við innskráningu nemenda vegna B-réttinda Ö1-Ö2 í Ökuskólann í Mjódd að nemandi greiði námskeiðsgjald við upphaf námsskeiðs og fái samhliða því afgreidd námsgögn. Greiði neminn ekki gjaldið á fyrsta degi fær hann ekki afgreidd námsgögn, en fær að sitja fyrsta kvöld  námskeiðsins. Nemendur fá […]

Continue Reading

Vantar þig gjöf fyrir hann/hana?

Hjá Ökuskólanum í Mjódd getur þú fengið gjafabréf fyrir fræðilegt nám á:  bifreið, bifhjól og létt bifhól. Hvað á ég að gefa honum/henni – gjafabréf á gott fræðilegt ökunám er gjöf sem kemur til með að nýtast honum/henni ykkar allt lífið.

Continue Reading

Sérstök námskeið vegna akstursbanns

Ökuskólinn í Mjódd heldur námskeið fyrir fólk sem er svipt bráðabirgðaökuleyfi. Námskeiðin eru byggð þannig upp að umsjónarkennari annast utanumhald námskeiðsins en fyrirlesarar koma víðs vegar að úr samfélaginu. Umsjónakennarar námskeiðsins eru Guðbrandur Bogason og Þórður Bogason, ökukennarar.

Continue Reading

Opnunartími á skrifstofu er mán - fim 10 - 17 og fös 10 - 16