Athugið
Ökunet hefur verið flutt á nýtt lén, smellið hér til hægri til að komast á námsvefinn.

Meirapróf / Aukin ökuréttindi

Á ökuskírteini þínu eru þessi réttindi táknuð einum til tveimur bókstöfum og í einhverjum tilfellum tölustöfum. Hver bókstafur táknar mismunandi tegund ökutækja: 

  • A - Bifhjól
  • B - Bifreið að hámarki 3.500 kg að heildarþyngd.
  • BFF - Réttindi til að aka fólks- / sendibifreið fyrir allt að 8 farþega í atvinnuskyni
  • C1 - Litlir vörubílar og stærri bifreiðir, svo sem pallbílar að hámarki 7.500 kg að heildarþyngd.  
  • C - Vörubílar sem þyngri eru en 7.500 kg að heildarþyngd. 
  • D1 - Hópbifreið fyrir 9 til 16 farþega
  • D - Hópbifreið fyrir fleiri en 16 farþega.
  • E - Eftirvagn. Hægt er að bæta við svokölluðum E réttindi á öll réttindin hér fyrir ofan að undanskildum A réttindum. Athugið að réttindin eru þó mismunandi eftir því hvort um BE, C1E/D1E eða CE/DE er að ræða og mælumst við til þess að lesið sé sérstaklega um hver og ein réttindi.


Ökuskólinn í Mjódd